Kynning á drögum að deiliskipulagi Útgarðs og Pálsgarðs á Húsavík

mynd/Norðurþing
mynd/Norðurþing

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ákveðið að kynna drög að deiliskipulagi hluta Miðbæjarsvæðis 7 á Húsavík eins og það er skilgreint í Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030.  Svæðið sem um ræðir afmarkast af Ketilsbraut í vestri, Útgarði í norðri, Auðbrekku í austri og Pálsgarði í suðri. Í gildi er deiliskipulag fyrir lóðina Útgarð 4 sem fellt er undir fyrirhugað nýtt og stærra skipulagssvæði. Helstu nýmæli skipulagstillögunnar felast í því að heimila uppbyggingu þriggja hæða íbúðarhúss á lóðinni að Útgarði 2, en það er eina óbyggða lóð svæðisins.

Vegna smitvarna verða skipulagstillögurnar eingöngu kynntar hér á vef Norðurþings.  Þeim sem óska frekari upplýsinga um fyrirliggjandi skipulagsdrög er bent á að senda fyrirspurnir á skipulagsfulltrúa á póstfangið  gaukur@nordurthing.is eða fá samband við skipulagsfulltrúa í síma 464 6100.

Skipulagshugmyndirnar verða aðgengilegar á vefsíðu Norðurþings 7. til 14. janúar 2021. Þeir sem óska eftir að koma sjónarmiðum á framfæri vegna skipulagsvinnunnarar er bent á að koma þeim til undirritaðs eigi síðar en í lok dags 14. janúar 2021 í tölvupósti eða bréflega.  Ætla má að formleg tillaga að deiliskipulaginu verði kynnt nánar skv. ákvæðum skipulagslaga í febrúar og mars 2021.

 
Húsavík 5. janúar 2021
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi