Kynning á tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík

mynd/Gaukur Hjartarson og Arkís sem átti vinningstillögu í samkeppni um hönnun á hjúkrunarheimili á …
mynd/Gaukur Hjartarson og Arkís sem átti vinningstillögu í samkeppni um hönnun á hjúkrunarheimili á Húsavík.

Kynning á tillögu að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík, breytingar aðalskipulags Norðurþings og tilfærslu skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis í Auðbrekku

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ákveðið að kynna drög að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík auk breytingar aðalskipulags á sama svæði með vísan til ákvæða skipulagslaga. Ennfremur er gerð tillaga að tilfærslu skipulagsmarka deiliskipulags íbúðarsvæðis við Auðbrekku frá árinu 1992. Fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi svæðis fyrir heilbrigðisstofnanir sýnir m.a. tillögu að byggingarreit og byggingarskilmálum fyrir uppbyggingu fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis við Auðbrekku.

Vegna smitvarna verða skipulagstillögurnar eingöngu kynntar á vef Norðurþings. Þeim sem óska frekari upplýsingar um fyrirliggjandi skipulagsdrög er bent á að senda fyrirspurnir á skipulagsfulltrúa á póstfangið  gaukur@nordurthing.is eða fá samband við skipulagsfulltrúa í síma 464 6100.

Skipulagshugmyndirnar verða aðgengilegar á vefsíðu Norðurþings 17. til 23. nóvember n.k. Þeir sem óska eftir að koma sjónarmiðum á framfæri vegna skipulagsvinnunnarar er bent á að koma þeim til undirritaðs eigi síðar en í lok dags 23. nóvember 2020 í tölvupósti eða bréflega.  Ætla má að formleg tillaga að deiliskipulagi heilbrigðisstofnana á Húsavík verði kynnt nánar skv. ákvæðum skipulagslaga í desember 2020 og janúar 2021.

 

  1. Tillaga að breytingu aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis í Auðbrekku.
  2. Tillaga að deiliskipulagi heilbrigðisstofnana á Húsavík – Uppdráttur
  3. Tillaga að deiliskipulagi heilbrigðisstofnana á Húsavík – Greinargerð
  4. Tillaga að breytingu skipulagsmarka íbúðarsvæðis í Auðbrekku.

 

Húsavík 16. nóvember 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi