Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags athafnasvæðis A2 á Höfða á Húsavík

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum 23. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 1. mgr. 40. og 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir athafnasvæðið A2 að Höfða á Húsavík. Miklar breytingar hafa orðið á svæðinu vegna gerðar nýs tengivegar frá hafnarsvæði upp á Höfða og með jarðgöngum undir Húsavíkurhöfða. Með því breyttust lóðir fremst á Höfðanum. Einnig hefur iðnfyrirtæki sem staðsett er á Höfðanum óskað eftir stærri lóð fyrir sína starfsemi og því orðið mikilvægt að endurskipuleggja svæðið. Markmið deiliskipulagsins er því að endurskilgreina lóðarmörk og skilgreina tvær nýjar lóðir syðst á skipulagssvæðinu.
 
Skipulags- og matslýsing þessi er nú til hér kynningar á vef Norðurþings auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 30. apríl 2021. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is).
 
 
Húsavík, 31. mars 2021
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi