Fara í efni

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags útivistarsvæðis O4 við Reyðarárhnjúk, Norðurþingi.

Kynning skipulags- og matslýsingar vegna deiliskipulags útivistarsvæðis O4 við Reyðarárhnjúk, Norðurþingi.

Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2019 að kynna skipulags- og matslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir útivistar-/skíðasvæði O4 við Reyðarárhnjúk. Helsta markmið deiliskipulagsins er að skilgreina uppbyggingu útivistar-/ skíðasvæðis við Reyðarárhnjúk.  Í deiliskipulagi verða afmarkaðir byggingarreitir fyrir hús og önnur mannvirki á svæðinu, jafnframt því sem afstaða verður tekin til legu skíðagöngubrauta og hjólreiðaleiða á svæðinu.

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 29. maí 2019. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (gaukur@nordurthing.is).

Skipulags- og matslýsingur má finna hér

Húsavík, 23. apríl 2019
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi