Fara í efni

Kynning skipulagslýsingar vegna deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík, Norðurþingi

Byggðarráð Norðurþings, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, samþykkti á fundi sínum 16. júlí 2020 að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna gerðar nýs deiliskipulags fyrir heilbrigðisstofnanir á Húsavík. Var þetta samþykkt að tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs 14. júlí 2020. Helsta markmið deiliskipulagsins er að skilgreina byggingarskilmála fyrir nýtt hjúkrunarheimili sem staðsett verður fyrir ofan núverandi heilbrigðisstofnun og dvarlarheimilið Hvamm. Innan marka deiliskipulagsins er einnig gert ráð fyrir dvalarheimilinu Hvammi, heilsugæslunni og öðru húsnæði tengt heilbrigðisstarfsemi. Tillagan verður unnin með hliðsjón af vinningstillögu í hönnunarsamkeppni.

Skipulagslýsing þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofu Norðurþings á Húsavík. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við lýsinguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 10. september 2020. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is).

 Hægt er að nálgast kynninguna á rafrænu formi hér

 

Húsavík, 10. ágúst 2020

Gaukur Hjartarson

Skipulags- og byggingarfulltrúi