Kynningarfundur um lóðarfrágang við Húsavíkurkirkju og verbúðarhús

Norðurþing, Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju og Verbúðir ehf. boða til kynningarfundar um lóðarfrágang við Húsavíkurkirkju og fyrrum verbúðarhús Hafnarsjóðs að Hafnarstétt 17. Báðar lóðir liggja að Garðarsbraut og því mun frágangur þeirra verða áberandi hluti miðbæjar Húsavíkur. Fundurinn verður haldinn á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 4. október kl. 16-18.

Anna Margrét Sigurðardóttir og Ingvar Ívarsson landslagsarkitektar munu kynna fyrirliggjandi hugmyndir að lóðarfrágangi umhverfis Húsavíkurkirkju og safnaðarheimilið Bjarnahús.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt mun kynna fyrirliggjandi hugmyndir að frágangi umhverfis verbúðarhús, en nýr eigandi hyggst breyta húsinu í litlar íbúðir.

Fundurinn er öllum opinn.

Hér má finna Facebook viðburð