Kynningarfundur vegna fiskeldis að Núpsmýri

Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur falið undirrituðum að kynna hugmyndir að deiliskipulagi fiskeldis að Núpsmýri og meðfylgjandi umhverfisskýrslu skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Unnið hefur verið að skipulagshugmyndum nokkur undanfarin ár en nú liggja fyrir drög að skipulaginu.
 
Fyrirliggjandi skipulagshugmyndir ásamt umhverfisskýrslu verða kynntar á opnu húsi í Öxi í stjórnsýsluhúsi Norðurþings Bakkagötu 10 á Kópaskeri þriðjudaginn 8. desember kl. 17. Í ljósi fjöldatakmarkana vegna Covid 19 verður kynningunni einnig streymt rafrænt. Þeir sem óska að tengjast fundinum rafrænt skulu senda beiðni þar um með upplýsingum um netfang á gaukur@nordurthing.is.    Skipulagshugmyndirnar verða einnig kynntar  hér á vefsíðu Norðurþings  frá 8. til 15. desember. Þeim sem vilja koma sjónarmiðum á framfæri vegna skipulagsvinnunnar er bent á að senda ábendingar á gaukur@nordurthing.is  fyrir 15. desember n.k.
 
Húsavík 30. nóvember 2020
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi