Fara í efni

Lausar kennarastöður við Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með alls um 50 nemendur, þar af 30 nemendur í grunnskóla þar sem um samkennslu árganga. Starfað er í anda Jákvæðs aga og verið er að innleiða teymiskennslu.
Skólinn er í samstarfi við Grunnskóla Raufarhafnar og stýrir sami skólastjóri báðum skólum. Einnig á skólinn í samstarfi við Tónlistarskóla Húsavíkur sem þjónustar nemendur grunnskólans.

Við leitum að áhugasömum kennurum í eftirtaldar stöður: 
• Íslensku- og dönskukennari með umsjón eldri deild 100% staða
• Íþrótta- og sundkennari 40% staða
• Umsjónarkennari í teymi á yngra stigi 100% staða
• Umsjónarkennari í teymi á yngra stigi 60% staða

Menntunar- og hæfniskröfur 

• Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari
• Áhugi á að starfa með börnum
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Ábyrgð og stundvísi
• Reynsla af teymiskennslu æskileg

Umsóknir skulu sendar til skólastjóra Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is 
Mikilvægt er að ferilskrá og meðmælendur fylgi með umsóknum. 
Umsóknarfrestur er til og með 25.maí 2022. 
Allar frekari upplýsingar veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246 eða á hrund@nordurthing.is