Námskeið Siglingasambands Íslands á Húsavík

Siglingasamband Íslands stendur nú fyrir árlegum siglingabúðum sínum sem að þessu sinni eru haldin á Húsavík. Um 20 ungmenni og þjálfarar eru nú í stífum æfingum á láði og landi.

Íþrótta-og tómstundafullrúi Norðurþings varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að sigla með þeim á Skjálfanda og er óhætt að segja að aðstæður hafi verið í heimsklassa!

Þjálfarar og umsjónarmenn námskeiðsins sögðu að aðstæður á Húsavík væru flottar og hér væri allt til að byggja upp öflugan siglingaklúbb eins og unnið er að þessa dagana. Námskeiðshaldarar vildu koma sérstökum þökkum til Norðursiglingar sem bjóða þeim að nýta matsalinn freygátunni í Donnu Wood til að borða morgunn og hádegismat.

Það er gleðiefni að Siglingasamband Íslands horfi til Húsavíkur með þetta metnaðarfulla námskeið og einstaklega ánægjulegt að sjá hvít segl út um allan flóa í bland við það blómlega líf sem þar er daglega.

Um helgina verður mót hjá krökkunum og við hvetjum alla sem hafa áhuga á að fylgjast með.
Nánar má lesa um námskeiðið og mótið á vef siglingaklúbbsins Nökkva