Fara í efni

Náttúruhamfaratrygging Íslands - ábending til íbúa vegna trygginga á hamfaratímum

Algengt er að fólk hugi betur að vátryggingum á sínum eignum þegar atburðir á borð við þá sem átt hafa sér stað síðustu dag
standa yfir og velti fyrir sér stöðu sinni ef atburðirnir koma til með að valda eignatjóni. Á Íslandi er skyldutrygging á öllum húseignum og
nemur vátryggingarfjárhæð brunabótamati eignarinnar. Það er því

mikilvægt að brunabótamat eignarinnar endurspegli raunverulegt 0
byggingarverð eignarinnar og innifeli viðbætur og endurbætur sem
kunna að hafa verið gerðar á eigninni. Telji eigendur að brunabótamat
sé ófullnægjandi er hægt að óska eftir endurmati hjá Þjóðskrá Íslands


Varðandi innbú og lausafé gegnir aðeins öðru máli. Þar er aðeins
skylt að greiða iðgjald til Náttúruhamfaratryggingar Íslands af
brunatryggðu innbúi og lausafé. Með öðrum orðum er ekki skylda
að vátryggja gegn náttúruhamförum nema viðkomandi hafi gilda
brunatryggingu. Það er því full ástæða til að vekja athygli á því að
innbú og lausafé er ekki vátryggt gegn náttúruhamförum nema því
aðeins að það sé brunatryggt og vátryggingarfjárhæð (hámarks
bætur) takmarkast við brunatryggingarfjárhæðina. NTÍ vill benda
þeim sem eiga innbú og lausafé að kanna stöðu sína í samráði við sitt
vátryggingafélag.