Fara í efni

Nefndar eru fréttir

Á næstu vikum ætlum við að flytja fréttir úr ráðum Norðurþings en aðaltilgangurinn er kannski sá að vekja athygli á þeim og fundargerðum þeirra. Í ráðum sveitarfélagsins er fjallað um þau málefni sem snerta íbúa sveitarfélagsins hvað mest.
 
Í vikunni voru hefðbundnir ráðsfundir haldnir hjá sveitarfélaginu. Að öllu óbreyttu eru fundirnir haldnir í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.
Nýtt verklag hefur verið tekið upp og í framtíðinni munu fundargögn birtast með dagskrárliðum funda. Ákveðnar reglur gilda þó um hvaða fundargögn eru birt.
 
85. fundur fjölskylduráðs var á mánudaginn en ráðið heldur fundi sína  kl. 13:00 á mánudögum.
Fjölbreytt dagskrá var eins og oft áður, m.a. samþykkt að veita Samtökum um kvennaathvarf umbeðinn styrk, umsókn í Lista- og menningarsjóð Norðurþings afgreidd. Málefni er varðar Vinnuskóla Norðurþings 2021 en þar var eftirfarandi bókað:
Vinnuskóli Norðurþings verður starfræktur í sumar fyrir krakka í 7., 8. og 9. bekk.
Vinnutímabil og laun verða eftirfarandi:
Unglingar fæddir 2006 unnið er í 5 vikur, tímabil 7.júní til 9.júlí. Tímakaup: 1006 kr.
Unglingar fæddir 2007 unnið er í 4 vikur, tímabil 28.júní til 23 júlí. Tímakaup: 805 kr.
Unglingar fæddir 2008 unnið er í 3 vikur, tímabil 12.júlí til 30 júlí. Tímakaup: 604 kr.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að auglýsa störfin.
 
 
Skipulags – og framkvæmdaráð heldur fundi sína að jafnaði á þriðjudögum kl. 13:00 í stjórnsýsluhúsinu og var 91. fundur þess haldinn í vikunni.
Fundir ráðsins hafa oft verið þéttsettari en hann var þessa vikuna. Fjallað var m.a. um úthlutun styrks að upphæð kr. 23.100.000 úr Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða vegna umsókna Norðurþings til uppbyggingar áfangastaða austan Tjörness, ástand vega inn þéttbýlis á Raufarhöfn og deiliskipulag fyrir Pálsgarð og Útgarð.
 
 
Fundir Byggðarráðs Norðurþings er að öllu jafna á fimmtudögum kl. 08:30.
 
356. fundur byggðarráðs var haldinn  í vikunni og samþykkti ráðið að fela sveitarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Húsasmiðjunnar og Samkaupa hf. á fund ráðsins.  Stéttarfélagið Framsýn og Norðurþing hafa endurnýjað samkomulag frá fyrra ári um launakjör unglinga á aldrinum 16 til 17 ára sem verða þátttakendur í sérstöku átaksverkefni á vegum sveitarfélagsins á komandi sumri.
Fjallað um tillögu um haf- og strandsvæðaskipulag fyrir Skjálfanda og fjallað um hvatningu til byggðarráðs til að sækjast eftir aukinni úthlutun á byggðarkvöta.