Fara í efni

Niðurstaða hönnunarsamkeppni liggur fyrir – Nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík

Á streymisfundi í dag var tilkynnt um niðurstöður úr hönnunarsamkeppni um uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, en þar kynnti Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra verðlaunatillöguna og veitti viðurkenningar. Niðurstöður dómnefndar og yfirlit tillagna í samkeppninni má finna hér.

 

Fyrirhugað er að nýtt og glæsilegt 60 eininga hjúkrunarheimili rísi í hlíðinni ofan Dvalarheimilisins Hvamms og er áætlað að framkvæmdir hefjist sumarið 2021 og ljúki í lok árs 2023. Alls bárust 32 tillögur í hönnunarsamkeppnina og hefur dómnefnd skipuð fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins, sveitarfélaganna sem standa að uppbyggingunni og fulltrúum frá Arkítektafélagi Íslands nú lokið störfum. Verkkaupar eru heilbrigðisráðuneytið, Norðurþing, Skútustaðahreppur, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.

 

Streymið frá viðburðinum fyrr í dag fór fram á YouTube rás Þekkingarnets Þingeyinga sem finna má hér: https://www.youtube.com/channel/UCqWtFCdJdiZPuqAMiBqgEcQ