Fara í efni

Norðurþing auglýsir starf rekstrarstjóra veitna Orkuveitu Húsavíkur Ohf.

Orkuveita Húsavíkur ohf. annast daglegan rekstur og viðhald vatns-, hita- og fráveitu sveitarfélagsins Norðurþings. Jafnframt annast Orkuveitan allt viðhald veitukerfanna, nýframkvæmdir og heimlagnir sem heyra undir Norðurþing.

Rekstrarstjóri ber ábyrgð á framangreindum framkvæmdum auk annars sem viðkemur daglegum rekstri veitnanna. Rekstrarstjóri veitir ráðgjöf um málefni veitnanna og kemur að undirbúningi nýframkvæmda á vegum þeirra. Rekstrarstjóri hefur umsjón með innkaupum, útboðum og samningum sem snúa að veitunum auk þess að hafa yfirumsjón með þeim starfsmönnum sveitarfélagsins sem sinna verkefnum Orkuveitu Húsavíkur ohf. Rekstrarstjóri ber fjárhagslega ábyrgð á rekstri Orkuveitu Húsavíkur ohf. Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar má sjá hér 

Umsóknarfrestur er til og með 12. júlí.