Fara í efni

Norðurþing gerist Heilsueflandi samfélag og vel heppnað málþing

Fimmtudaginn 1.mars var stóð Norðurþing fyrir málþingi á Fosshótel Húsavík undir yfirskriftinni „gerum gott samfélag betra“. Málþingið var vel sótt en um 70 manns sóttu málþingið sem einnig var sent út á vefnum.
Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings setti málþingið og Róbert Ragnarsson starfandi félagsmálastjóri Norðurþings sá um fundarstjórn.

Birgir Jakobsson landlæknir reið á vaðið og hélt erindi um heilsueflandi samfélag. Hvatti hann íbúa Norðurþings til að halda áfram að vinna að þeim grunni sem þegar er til staðar og byggja þar ofaná. Sigrún Daníelsdóttir frá Embætti landlæknis fylgdi erindi hans efir með því að ræða um geðrækt í heilsueflandi samfélagi og hvernig sveitarfélög gegna þar lykilhlutverki.
Vanda Sigurgeirsdóttir bað fólk um að æfa sig og aftur að æfa sig. Æfa sig í því að vera betri í dag en í gær. Einnig brýndi hún nauðsyn þess að tala við börnin okkar og hlusta á börnin okkar.

Heiða Guðmundsdóttir (Borgarhólsskóla) og Helga Jónsdóttir (Leikskólanum Grænuvellir) kynntu svo uppeldisstefnuna „jákvæður agi“ sem er við lýði í leik- og grunnskólum Norðurþings. Virðing, góðvild og festa eru einkunnarorð stefnunnar og reglulega eru haldin námskeið í sveitarfélaginu um jákvæðan aga sem á sannarlega erindi til okkar allra.

Loks voru það félagasamtök í sveitarfélaginu sem kynntu starfsemi sína.

Hápunktur dagskrárinnar var þegar Norðurþing gekk formlega í verkefnið „Heilsueflandi samfélag“ með undirritun samnings þess efnis.

Málþingið í heild sinni má nálgast á facebook síðu Þekkingarnets Þingeyinga eða með því að smella hér, en Þekkingarnet Þingeyinga hélt utan um málþingið að miklum myndarskap.

 

Birgir Jakobsson Landlæknir

Birgir Jakobsson Landlæknir var fyrstur á mælendaskrá

 

 

Sigrún

Sigrún Daníelsdóttir fjallaði um geðrækt í heilsueflandi samfélagi

 

Vanda

Vanda Sigurgeirsdóttir

 

Heiða

Heiða og Helga kynna jákvæðan aga

pallborð

Félagasamtök í sveitarfélaginu kynntu starfsemi sína

Rob

Róbert Ragnarsson stýrði fundinum

 

Vel var mætt á fundinn sem haldinn var á Fosshótel Húsavík