Fara í efni

Norðurþing og Völsungur undirrita samning

Norðurþing og Völsungur skrifuðu í dag undir samning sem gildir út árið 2018.

Samningurinn er þríþættur og felur í sér í grunnin þrjú verkefni ; rekstur félags, umsjón sumaríþróttaskóla og rekstur Húsavíkurvallar.

Styrkur vegna félagsstarfs er uppá 8.487.200 kr og skuldbindur félagið sig til þess að bjóða uppá öflugt íþróttastarf. Einnig tekur félagið að sér umsjón á viðburðum á Húsavík eins og td 17.júní, áramóta- og þrettándabrennum og fleira.

Sumaríþróttaskólinn hefur verið í umsjón Völsungs undanfarin ár og er rúm 1.000.000 kr veitt í það verkefni.

Að lokum tekur Völsungur að sér rekstur og umhirðu valla og vallarhúss á Húsavíkurvelli. Heildarframlag í þann hluta er 9.443.349 kr.

Samningurinn er skammtímasamningur og sammælast Norðurþing og Völsungur um að hefja þegar vinnu við gerð framtíðarsamnings.  

 

Samninginn í heild sinni er aðgengilegur á heimasíðu Norðurþings og má lesa hér