Norðurþing óskar eftir að ráða fjármálastjóra

Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi til að taka þátt í spennandi og krefjandi verkefnum hjá sveitarfélaginu.
Fjármálastjóri hefur yfirumsjón með áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins og samhæfingu verkefna á sviði fjármála.
Næsti yfirmaður er sveitarstjóri og er fjármálastjóri staðgengill hans.

Smellið á starfsauglýsingu hér til hliðar til að sjá starfssvið og hæfniskröfur.

FAST ráðningar sjá um ráðningaferlið. Nánari upplýsingar veitir Lind Einarsdóttir í síma 552-1606 eða í tölvupósti á netfangið lind@fastradningar.is

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á vefsíðunni www.fastradningar.is.
Umsókninni skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 6. desember nk.