Fara í efni

Ný vefmyndavél á Húsavík

Eins og glöggir aðdáðendur vefmyndavélarinnar á Húsavík hafa ugglaust tekið eftir er að hún hefur gert lítið gagn síðustu mánuði eftir stanslausar bilanir á síðasta ári. Ástæða gagnleysis hennar er það reyndist vera ómögulegt að nálgast varahluti í hana og því hún úrskurðuð ónothæf. Á 293. fundi Byggðarráðs Norðurþings þann 13. júní var samþykkt að festa kaup á nýrri vél og setja upp á sama stað og hin var á - uppi á þaki Kaupfélagshússins. Unnið er að uppsetningu hennar þessa dagana og ekki er hlaupið að því þar sem viðkomandi sem þarf upp á þak þarf helst að vera laus við lofthræðslu, rafvirki, smiður og tæknilega sinnaður. Vonast er til þess að nýja vefmyndavélin muni komast í gagnið á næstu dögum.