Nýtt æfingasvæði slökkviliðs Norðurþings

Séð til vesturs yfir æfingarsvæði Slökkviliðsins
Séð til vesturs yfir æfingarsvæði Slökkviliðsins

Slökkvilið Norðurþings óskaði formlega eftir úthlutun á nýju æfingasvæði í Haukamýri í febrúar sl. Eldra svæði var á Húsavíkurhöfða, en vegna uppbyggingar Sjóbaða og annara fyrirhugaðra framkvæmda á höfðanum var ekki ásættanlegt að halda starfseminni þar áfram.

Skipulags og framkvæmdaráð samþykkti á fundi sínum þann 26. feb sl. að úthluta liðinu nýju svæði í gömlu malarnámunni í Haukamýri að því gefnu að slökkviliðið myndi standa straum af kostnaði við undirbúning svæðisins. Svæðið er um 2.000 m2 að stærð

Strax var hafist handa við að gera svæðið tilbúið til notkunar en mikla jarðvegsvinnu þurfti að fara í þar sem náman var eins og gefur að skilja öll sundurgrafin og ójöfn. Lagðar voru lagnir að svæðinu og tengdur brunahani inn á svæðinu.

Verktakar og fyrirtæki á svæðinu styrktu liðið við uppbygginguna á svæðinu af miklum myndarskap með vélavinnu, flutningum, steypuframkvæmdum, vinnuframlagi og með lánum á tækjum og búnaði sem nýttist starfsmönnum liðsins afar vel við frágang á svæðinu.

Sérstakar þakkir fá eftirfarandi fyrirtæki og starfsmenn þeirra fyrir frábæran stuðning við verkefnið.

Hóll ehf
Steinsteypir ehf
Vinnuvélar Eyþórs
Gentle Giants
Eimskip Flytjandi Húsavík
Orkuveita Húsavíkur
Trésmiðjan Rein
Höfðavélar
Vélaverkstæðið Grímur ehf
Landsnet
Mannvirkjastofnun
Vegagerðin Húsavík
Fiskeldið Haukamýri
SMS Group
Norðurvík
Gámaþjónusta Íslands
Húsasmiðjan
 

Í júlí var svæðið orðið frágengið og var þá hafist handa við að flytja gáma, olíutanka, og steypa plön á svæðinu sem nota á til æfinga vegna klippuvinnu og viðbragða við mengunarslysum.

Eftirfarandi fyrirtæki gáfu búnað til verkefnisins gáma, olíutanka, hitunarbúnað og eiga miklar þakkir skildar fyrir. Settir hafa verið upp á svæðinu átta gámaeiningar og tveir olíutankar.

Eimskip
Stólpi Gámar
Hafnarbakki
VÍS
 

Svæðið er nú að verða eitt best útbúna æfingasvæði á landinu og mun aðstaðan geta nýst öllum viðbragðsaðilum til æfinga. Nú þegar hafa nokkur slökkvilið lýst yfir áhuga á að fá að nýta aðstöðuna til æfinga.

Stefnt er að því að svæðið verði formlega tekið í notkun á sama tíma og ný slökkvistöð við Norðurgarð verður vígð, en reiknað er með því að hún verði afhent 1. desember n.k.

Slökkvilið Norðurþings