Opið er fyrir umsóknir á leikskóladeild á Kópaskeri

Vakin er athygli á því að þrátt fyrir að leikskóladeild á Kópaskeri sé ekki starfrækt skólaárið 2021-2022 er áfram opið fyrir umsóknir á deildina vegna skólaársins 2022-2023. Ef að lágmarki fjórar umsóknir berast fyrir 1. maí 2022 verður deildin starfrækt á næsta skólaári að því gefnu að búið verði að ráða starfsfólk á deildina fyrir 1. júní 2022.

Umsóknir um vistun berist til skólastjóra Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is