Fara í efni

Opinn kynningarfundur vegna vindorkugarðs að Hnotasteini

Umhverfismat vegna vindorkugarðs að Hnotasteini.

Qair Iceland ehf. áformar að reisa allt að 200 MW vindorkugarð að Hnotasteini á Hólaheiði. Framkvæmdin er matskyld skv. tl. 3.02 í 1.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Nú hugar framkvæmdaraðili að því að halda opinn kynningarfund og eru íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér framkvæmdina. Kynnt verður fyrirhugað umhverfismat þar sem starfsmenn EFLU verkfræðistofu kynna helstu áherslur matsins auk þess að leita upplýsinga frá fundarmeðlimum. Á fundinum verða einnig kynnt áform um breytingar á aðalskipulagi, skv. 2. mgr. 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kynningarfundurinn verður haldinn 14. júní næstkomandi klukkan 20:00-22:00 í fundarsalnum Öxi, Bakkagötu 10 á Kópaskeri.

Á fundinum verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar.