Opnun ljósmyndasýningar Péturs

Pétur Jónasson, ljósmyndari og listamaður Norðurþings 2020 opnaði þann 27. ágúst ljósmyndasýninguna Ljósmyndir Péturs í 60 ár. Sýningin var vel sótt og gleðin alltumlykjandi þegar fólk skoðaði myndirnar og rifjaði um leið upp gamla tíma, en sýningin samanstendur af portrait myndum af Þingeyingum sem Pétur hefur tekið allt frá árinu 1962.

Sýningin er uppi í aðalsal Safnahússins á Húsavík og stendur út september. Við hvetjum alla til að koma við og njóta sýningarinnar. 

Meðfylgjandi myndir frá opnuninni tók Gaukur Hjartarson.