Opnun Norðurstrandarleiðar / Arctic Coast Way

Opnun Norðurstrandarleiðar / Arctic Coast Way verður á laugardaginn 8. júní, þar sem klippt verður á borða með formlegum hætti bæði á Hvammstanga og Bakkafirði. Um leið verða ný skilti tekin í notkun, sem segja ferðamönnum til um hvenær þeir eru á Norðurstrandarleið. Skiltin eru eins og hefðbundin þjónustuskilti, en eru hinsvegar brún á litinn. Þetta er í fyrsta sinn sem slík skilti eru sett upp á Íslandi og má segja að þau marki ákveðin þáttaskil í upplýsingagjöf til ferðamanna á þjóðvegum landsins.

Við hvetjum alla okkar samstarfsaðila til að fjölmenna á hina ýmsu viðburði sem verða í gangi yfir daginn, eftir allri strandlengjunni, og benda gestum sínum á viðburðina sem öllum er frjálst að taka þátt í.

Yfirlit yfir viðburðina má finna hér: https://www.facebook.com/events/413317165924870/
og einnig hér í viðburðardagatalinu okkar: https://www.northiceland.is/is/afthreying/vidburdir/calendar

Hér er linkur á viðburðinn hjá Norðurþingi en hátið verður í tilefni dagsins á Kópaskeri

Norðurstrandaleið var á dögunum valin þriðji áhugaverðasti áfangastaðurinn í heiminum að mati Lonely Planet.