Fara í efni

Ráðið hefur verið í starf þjónustufulltrúa í móttöku

Röðull Reyr Kárason hefur verið ráðinn í starf þjónustufulltrúa í móttöku í stjórnsýsluhúsi Norðurþings. Röðull Reyr er með B.A. próf í myndlist og arkitektúr frá Listaháskóla Íslands. Röðull hefur mikla reynslu af afgreiðslu-, þjónustu- og skrifstofustörfum en undanfarin ár hefur hann starfað hjá Flugfélaginu Erni ehf. og hjá Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf. Einnig hefur Röðull verið verkefnastjóri Mærudaga á Húsavík, starfað við kennslu í myndlist í Vopnaskóla, Vopnafirði og unnið við afgreiðslustörf í ýmsum verslunum. Norðurþing býður Röðul velkominn í hóp starfsmanna Norðurþings en hann kemur til starfa í haust.