Fara í efni

Ráðið hefur verið í stöðu rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Norðurþing hefur ráðið Benedikt Þór Jakobsson í starf rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Benedikt er með B.Sc. próf í véltæknifræði frá VIA University College Horsens, í Danmörku og A.P. gráðu í framleiðslufræði frá sama skóla. Einnig hefur hann lokið sveinsprófi í pípulögnum. Benedikt Þór starfaði við pípulagnir frá 2005 – 2008 hjá Bunustokki ehf í Kópavogi og aftur frá 2013 – 2014 hjá Alhlíðpa pípulögnum sf. áður en hann tók við starfi hjá Veitum ohf árið 2014. Hjá Veitum hefur Benedikt sinnt bæði verkefnastjórastöðu og nú undanfarin þrjú ár verið teymisstjóri fageftirlits. Í störfum sínum undanfarin ár hefur Benedikt öðlast yfirgripsmikla þekkingu á starfsemi veitna, uppbyggingu og endurnýjun veitukerfa  og rekstri þeirra.  

Benedikt er kvæntur Áslaugu Guðfinnu Friðfinnsdóttur, kennara og saman eiga þau tvö börn.

 Það er okkur hjá sveitarfélaginu mikil ánægja að fá Benedikt í okkar lið og við bjóðum hann og fjölskyldu hans velkomna til Húsavíkur í haust.