Ráðið hefur verið í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.

Hrund Ásgeirsdóttir, nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar
Hrund Ásgeirsdóttir, nýráðinn skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar

Hrund Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og mun hún hefja störf 1. ágúst.

Hrund útskrifaðist með B.ed kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands árið 2005 og hefur undanfarin ár starfað sem kennari og aðstoðarskólastjóri við Öxarfjarðarskóla meðfram störfum sínum sem bóndi á Hóli í Kelduhverfi. Þá lauk Hrund diplómunámi í menntavísindum, Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi, frá Háskólanum á Akureyri 2018.