Ráðning skólastjóra á Raufarhöfn

Magnús Matthíasson nýráðinn skólastjóri á Raufarhöfn
Magnús Matthíasson nýráðinn skólastjóri á Raufarhöfn

Magnús Matthíasson hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar.

Magnús er menntaður framhaldsskóla- og grunnskólakennari og hefur starfað sem slíkur að mestu síðan árið 1998.
Hann hefur einnig víðtæka reynslu af æskulýðsmálum, bæði í starfi sínu sem umsjónarmaður félagsmiðstöðvar hjá sveitarfélaginu Árborg sem og í störfum innan skákhreyfingarinnar og í handbolta.

Við bjóðum Magnús velkominn til starfa.