Fara í efni

Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi

Ráðstefna um jarðskjálfta á Norðurlandi verður haldin á Húsavík dagana 21. - 24. maí 2019.

Ráðstefnan byggir á ráðstefnum sama efnis á Húsavík 2013 og 2016 og verður alþjóðleg sem fyrr þar sem vísindamenn frá mörgum löndum koma og kynna niðurstöður rannsókna sinna frá Norðurlandi. Í tengslum við ráðstefnuna verður að auki sett á svið jarðskjálftaæfing og viðbragðsaðilar munu æfa viðbrögð. Viðbragðsáætlanir verða rýndar og niðurstöður kynntar í fyrirlestrum. 

Markmið ráðstefnunnar er að fá yfirlit yfir nýjustu rannsóknir á jarðskjálftum á svæðinu, orsökum þeirra, eðli, áhrifum og ennfremur kynna hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Meðal efnisþátta á ráðstefnunni verður jarðsaga, skjálftavirkni, plötu-hreyfingar, jarðsprungur, sterkhreyfingar, yfirborðsáhrif, jarð-skjálftavá, hönnun mannvirkja, skipulagsmál, og jarðváreftirlit. Sérstök áhersla verður lögð á að samtúlka margvíslegar mælingar og athuganir fyrir betra og skilvirkara jarðváreftirlit.  

Nánar auglýst síðar en nánari upplýsingar berst á vef Þekkinganet Þingeyinga sem má finna hér