Sorphirða - Páskar

Í næstu viku verður sorphirða á Húsavík sem hér segir:

Mánudaginn 15. apríl og þriðjudaginn 16. apríl verður sorp hirt á Húsavík og vikuna eftir páska verður sorp hirt á Húsavík þriðjudaginn 23. apríl og miðvikudaginn 24. apríl. 

Sorphirða í Reykjahverfi og á Tjörnesi verður samkvæmt sorphirðudagatali. 

Minnum á opnunartíma í Móttökustöðinni á Húsavík um páskahátíðina sem er eftirfarandi:

Lokað á Skírdag og Föstudaginn langa - opið laugardaginn 20.apríl kl. 11:00 - 14:00. Lokað 2. í páskum. 

Einnig verður móttakan lokuð á sumardaginn fyrsta og 1. maí.