Starf í boði - frístund og félagsmiðstöð

Laus eru störf frístundarleiðbeinanda til umsóknar í frístundarheimili og félagsmiðstöð á Húsavík.

Frístund – unnið er með börnum á aldrinum 6-9 ára alla virka daga frá kl 12.30 – 16.00. Um er að ræða 50% stöðugildi.
Helstu verkefni eru að vinna með börnum frjálsum og skipulögðum leik.

Félagsmiðstöð = unnið er með ungmennum á aldursbilinu 10 – 16 ára.
Vinnutími er breytilegur en fer fer að mestu leyti fram eftir kl 17.00.

Leitað er eftir jákvæðum og áhugasömum starfsmönnum með þjónustuvilja og lipurð í mannlegum samskiptum sem vilja bætast í lið með öflugum starfsmannahópi á skemmtilegum og metnaðarfullum vinnustað.


Reynsla að starfi með börnum/ungmennum er æskileg.
Krafa er gerð um hreint sakavottorð.

Viðkomandi má hefja störf þegar í stað


Finna má rafrænt umsóknareyðublað hér.

Umsóknarfrestur er til 23.ágúst 2018

Frekari upplýsingar veitir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi ; kjartan@nordurthing.is / 464-6100