Fara í efni

Starf sviðstjóra atvinnu- og byggðarþróunar á Húsavík

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE óska eftir að ráða drífandi einstakling í starf sviðsstjóra atvinnu- og byggðaþróunar í starfsstöð sína á Húsavík.

 

Starfssvið

  • Leiðir faglega vinnu á sviði atvinnu- og byggðaþróunar á Norðurlandi eystra.
  • Tryggir samþættingu við aðra mikilvæga snertifleti s.s. nýsköpun og menningu.
  • Stefnumótunarvinna, skipulagning og verkefnastýring.
  • Þátttaka í kostnaðargreiningu verkefna.
  • Samskipti og samstarf við hagaðila. Styður við samstarf hagaðila á svæðinu.
  • Önnur verkefni í samráði við framkvæmdastjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi (BA, BS, B.ed eða sambærilegt).
  • Þekking og/eða reynsla á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar.
  • Reynsla af stefnumótunarvinnu og innleiðingu stefnu er æskileg.
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu/málefnum sveitarfélaga er æskileg.
  • Reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Sjálfstæði, frumkvæði og rík skipulagshæfni.
  • Geta til að taka þátt í mótun og stjórnun breytinga.
  • Góð færni í íslensku og ensku. 

Fyrirtækið / stofnunin

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru landshlutasamtök sveitarfélaga á svæðinu frá Fjallabyggð að vestan að Langanesbyggð að austan, að báðum sveitarfélögum meðtöldum. Markmið með starfsemi félagsins er að efla Norðurland eystra sem eftirsótt svæði til búsetu og atvinnu. Félagið skal vera sterkur bakhjarl aðildarsveitarfélaga í sameiginlegum málum þeirra og stuðla að góðu mannlífi, lifandi menningarlífi og öflugri atvinnustarfsemi á starfssvæðinu.

Umsókn

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí 2020      

Auglýsingu má sjá á vef Capacent.com