Fara í efni

Covid-19 - Starfsdagur í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimili barna í Norðurþingi n.k. mánudag

Kæru íbúar.

Stjórnendur í Norðurþingi vinna nú þegar að viðbragði við samkomubanni sem sett var á í dag og samkvæmt tilmælum um skerta starfssemi og þjónustu í sveitarfélaginu vegna COVID-19. Til að skipulagið verði með skilvirkum hætti verður starfsdagur í leikskólum, grunnskólum, tónlistarskóla og frístundaheimili Norðurþings n.k. mánudag, 16. mars. Nemendur mæta því ekki til skóla eða frístundar á mánudaginn.

Þetta er gert í samræmi við hvatningu Sambands íslenskra sveitarfélaga þessa efnis. Tilgangurinn með starfsdeginum er sá að stjórnendum í samvinnu við starfsmenn gefist tækifæri til að skipuleggja skólastarfið sem best næstu vikurnar. Foreldrar og forráðamenn skólabarna verða upplýstir um framvindu mála hér á heimasíðu Norðurþings og í gegnum tölvupóst-tilkynningar frá skólastjórnendum.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri