Sundnámskeið - Húsavík

Sundnámskeið verður haldið dagana  11.-14. júní  og 18.-21. júní í Sundlaug Húsavíkur.
Námskeiðið er fyrir börn fædd á árunum 2013, 2014 og 2015. 
Hver tími er 30 mínútur og er fyrsti tími dagsins kl. 8:00.
Foreldrar koma börnum sínum sjálfir í gegnum klefann og taka á móti þeim þegar tímanum lýkur. 
Verð 7000 kr. og fyrir annað barn 3500 kr.
 
Kennarar eru Árný Björnsdóttir og Lilja Friðriksdóttir.

Tekið er á móti skráningum í síma 863-6614 til og með fimmtudeginum 6. júní.