Þrír veiðidagar lausir!

mynd/lax-a.is
mynd/lax-a.is

Uppfært: UMSÓKNIR HAFA BORIST Í ÞESSI 3 LEYFI OG ÞAR MEÐ BÚIÐ AÐ ÚTHLUTA ÖLLUM 10 VEIÐILEYFUNUM!

 

Úthlutað hefur verið 7 veiðidögum Norðurþings í Litluárvötnum af 10. Þremur veiðidögum er því enn óúthlutað og gildir hér eftir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær“ samanber bókun byggðarráðs þann 2. júlí.

Veiðifyrirkomulagið er veiða-sleppa og einungis er um fluguveiði að ræða.

Umsóknir sendist á netfangið nordurthing@nordurthing.is með efnisheitinu „Ósk um veiðidaga“ og er veiðin endurgjaldslaus fyrir umsækjendur.

Umsækjendur fá frekari upplýsingar um nýtingu veiðidaganna eftir því sem umsóknir berast en hægt er að sjá lausa veiðidaga á www.veiditorg.is