Fara í efni

Tilkynning frá Orkuveitu Húsavíkur

Á næstu dögum og vikum verða starfsmenn Orkuveitu Húsavíkur á ferðinni í mælaskiptum norðan Búðarár. Verið er að skipta gömlum mælum út fyrir nýja stafræna mæla. 

Því þarf ekki að senda inn álestur af hitaveitumælum norðan Búðarár. Sama gildir um notendur í Reykjahverfi, Aðaldal og Kinn sem þegar eru komnir með stafræna mæla.

Hins vegar þurfa notendur sunnan Búðarár að senda inn álestur.

Hægt er að skrá álestur hitaveitumæla á vefsvæðinu www.oh.is og velja þar „MÍNAR SÍÐUR“.

Að innskráningu lokinni skal velja „ NOTKUN OG ÁLESTRAR“ og velja þar að „SKRÁ“ álestur.

Staðfestið að dagsetning álestrar sé rétt, skráið stöðu mælis í rúmmetrum (m3) og að lokum skal „VISTA“ skráninguna.

Þeir sem ekki hafa tök á að senda inn álestur á „mínum síðum“, geta sent álestur eða mynd af mælinum í tölvupósti á netfangið: oh@oh.is eða hringt í síma 464-9850.

Orkuveita Húsavíkur ohf. þakkar góð skil á sjálfsálestrum á síðasta ári. Viðskiptavinir OH hafa verið duglegir að skrá álestur á „mínum síðum“ og hefur skráningum fjölgað þar töluvert á milli ára.

Álestur er nauðsynlegur við árlegt uppgjör og  það er hagur notenda að áætlun sé rétt þannig að reikningar taki mið af raunnotkun. Við hvetjum notendur til að fylgjast vel með notkun á heitu vatni og minnum á að það má senda inn álestur oftar en einu sinni á ári.

Á heimasíðu OH, www.oh.is, eru nú leiðbeiningar um álestur af stafrænu mælunum.

Með kveðju,     

Starfsfólk Orkuveitu Húsavíkur ohf.