Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna nýrra efnistökusvæða.

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna nýrra efnistökusvæða.

Sveitarstjórn Norðurþings auglýsir hér með til almennrar kynningar tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna nýrra efnistökusvæða.

Efnistökusvæðin sem um ræðir eru norðan við Hólssel, Norðmelur, vestari Tjaldstæðisháls og Kjalarásnáma. Allar námurnar hafa áður verið nýttar en var lokað fyrir nokkru síðan. Vegagerðin ráðgerir að taka efni úr námunum í viðhaldsverkefni á næstu árum. Áætlað heildarmagn úr hverri námu er um 25.000 m3 og flatarmál efnistökusvæðis í hverri námu fyrir sig um 20.000 m2, nema vestari Tjaldstæðisháls með allt að 25.000 m2. Gerð er grein fyrir frágangi á námunum þegar að vinnslu lýkur. Skipulagstillagan er sett fram í greinargerð og á uppdrætti á einu blaði í stærð A3.

Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 18. október 2018 til og með 30. nóvember 2018. Ennfremur verður hægt að skoða skipulagstillöguna á heimasíðu Norðurþings (nordurthing.is). Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 Húsavík. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.

Húsavík 11. október 2018
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi Norðurþings

Hér má nálgast uppdrátt af efnistökusvæðunum
Hér má nálgast greinargerð sem fylgir tillögunni