Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7, Útgarður og Pálsgarður á Húsavík

mynd/ úr deiliskipulagsgreinagerð
mynd/ úr deiliskipulagsgreinagerð
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti á fundi sínum þann 16. mars s.l. að auglýsa til almennrar kynningar tillögu að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7, Útgarð og Pálsgarð á Húsavík.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir miðbæjarsvæði 7 nær yfir byggingarsvæði í miðbæ Húsavíkur sem afmarkast af Ketilsbraut í vestri, Útgarði í norðri og Pálsgarði í austri og suðri. Eldra deiliskipulag fyrir lóðina Útgarð 4-8 mun falla undir skipulagssvæði þessa nýja skipulags. Stefnt er að frekari uppbyggingu íbúða á svæðinu og því þörf á að vinna heildarskipulag fyrir svæðið. Markmið deiliskipulagsins er að skilgreina lóðir og byggingarmagn á svæðinu auk þess að gera grein fyrir staðsetningu göngustíga, tengingu þeirra við núverandi gangstígakerfi.
Innan svæðisins eru þrjár lóðir og hefur nú þegar verið byggt á tveimur þeirra. Annarsvegar heimili fyrir fatlaða við Pálsgarð 1 og hinsvegar fjölbýlishús fyrir íbúa 55 ára og eldri við Útgarð 4-6. Við Útgarð 2 er gert er ráð fyrir tveggja/þriggja hæða fjölbýlihúsi með minnst 6 íbúðum fyrir íbúa 55 ára og eldri. Tillagan er sett fram í greinargerð á blaðstærð A4 og á uppdrætti á blaðstærð A2
 
Skipulagstillagan verður til sýnis á sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík frá 8. apríl til 21. maí 2021.  Ennfremur er hægt að skoða tillöguna hér:
 
 
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til föstudagsins 21. maí 2021.  Skila skal skriflegum athugasemdum til sveitarstjórnarskrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík eða í tölvupósti á nordurthing@nordurthing.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar teljast henni samþykkir.
 
Húsavík 31. mars 2021
Gaukur Hjartarson
Skipulags- og byggingarfulltrúi