Útidagur fyrir alla

Ærslabelgurinn kominn upp og tilbúinn fyrir unga sem aldna.
Ærslabelgurinn kominn upp og tilbúinn fyrir unga sem aldna.

Gerum góðan dag í dag betri með því að hittast hjá Borgarhólsskóla milli kl. 16:00 og 18:00 og höfum gaman saman.

Búið að setja upp litla vatnsrennibraut fyrir framan íþróttahöllina sem hægt er að renna sér í - æskilegt er að koma með föt sem mega blotna, nú eða sundföt. Ærsabelgurinn verður á sínum stað, hjólabrautin og auðvitað sparkvöllurinn fyrir þá sem vilja sparka í bolta.

Vonandi sjáum við sem flesta!