Yfirlýsing frá sveitarstjórn Norðurþings vegna tilkynningar PCC BakkiSilicon hf um tímabundna stöðvun framleiðslu fyrirtækisins

Samfélagið í Norðurþingi upplifir nú alvarlega birtingarmynd covid-19 faraldursins með þeirri tímabundnu lokun kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf sem tilkynnt var um fyrr í dag. Hugur okkar er hjá starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sem sagt hefur verið upp störfum og þurfa nú að takast á við þessa tímabundnu erfiðleika.

Allir munu leggjast á eitt til að samfélagið komist sem fyrst í gegnum þessa stöðu. Allar forsendur eru fyrir því að í Norðurþingi geti atvinnulíf og samfélag tekið vel við sér í kjölfar heimsfaraldursins. Á svæðinu eru auðlindir, innviðir og tækifæri til frekari uppbyggingar atvinnulífsins sem brýnt er að verði nýtt.

 

Sveitarstjórn Norðurþings

Bergur Elías Ágústsson

Hafrún Olgeirsdóttir

Heiðbjört Ólafsdóttir

Helena Eydís Ingólfsdóttir

Hjálmar Bogi Hafliðason

Hrund Ásgeirsdóttir

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir

Kristján Þór Magnússon

Silja Jóhannesdóttir

 

Fyrirspurnum um málið skal beint til sveitarstjóra Norðurþings, Kristjáns Þórs Magnússonar – kristjanthor@nordurthing.is