Yfirmatráður - Deildarstjóri skólamötuneytis

Skólamötuneyti Húsavíkur hefur starfsemi sína 1. ágúst næst komandi. Mötuneyti leikskólans Grænuvalla og mötuneyti Borgarhólsskóla verða þá sameinuð í eitt. Yfirmatráður mun reka mötuneytið sem sérstaka deild innan sveitarfélagsins og vera deildarstjóri hennar. Eldað verður í vel útbúnu eldhúsi í Borgarhólsskóla.  Stöðugildi við mötuneytið verða samtals fjögur og eldað verður daglega fyrir um 550 nemendur og starfsmenn Borgarhólsskóla og Grænuvalla auk starfsmanna stjórnsýsluhúss.

Starfslýsing
Fullt starf yfirmatráðs skólamötuneytis Húsavíkur er laust til umsóknar. Laun eru samkvæmt kjarasamningi.

Leitað er að stjórnanda sem hefur metnað og býr yfir hæfni til að skipuleggja öflugt og metnaðarfullt skólamötuneyti í samvinnu við skólana, starfsfólk, foreldra og nemendur. Leitað er eftir stjórnanda sem hefur sterka og faglega sýn á starfsemi skólamötuneyta. Yfirmatráður mun bera ábyrgð á fjárhagsáætlun og rekstri, ráðningu annarra starfsmanna og mannahaldi, matseðlagerð, pöntun hráefnis, eldamennsku, verkskipulagi og annarri starfsemi mötuneytisins.

Menntunar- og hæfniskröfur
Reynsla af stjórnun og/eða faglegri forystu í mötuneytiseldhúsi er æskileg
Forystuhæfileikar, mikil samskiptahæfni og góðir skipulagshæfileikar
Sveinspróf í matreiðslu eða matartækninám
Reynsla af rekstri og fjárhagsáætlunargerð er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí 2020.
Umsóknum skal skila með tölvupósti til fræðslufulltrúa Norðurþings á netfangið jon@nordurthing.is

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9 á Húsavík í síma 464 6100 eða með fyrirspurnum á netfangið nordurthing@nordurthing.is

Norðurþing er öflugt sveitarfélag sem einkennist af fjölbreyttu mannlífi, miklum sköpunarkrafti manns og náttúru