Atvinna - Forstöðumaður frístundarheimilis

Forstöðumaður frístundarheimilis
Hreyfing, sköpun, fræðsla og frjáls leikur


Frístundarheimilið Tún auglýsir eftir öflugum og skapandi leiðtoga  í starf forstöðumanns. Um er að ræða 100% starf á heilsársgrundvelli.


Frístundaheimilið Tún er starfrækt á Húsavík. Þar er 6-9 ára börnum boðið uppá tómstundastarf eftir að skóladegi líkur. Starfið fer fram í frístundaheimilinu og í samstarfi við íþróttafélög og  tónlistarskóla.
Stefnumótun er þegar hafin á starfi frístundarheimilisins Túns og einnig er unnið að gæðaviðmiðum á starfi frístundarheimila á landsvísu. Lykilorð frístundar verða ; Hreyfing, sköpun, fræðsla og frjáls leikur.
Nýr forstöðumaður mun taka þátt í þeirri vinnu ásamt öðrum hluteigandi aðilum.
Forstöðumaður frístundaheimilisins fer einnig fyrir starfi félagsmiðstöðvar ungmenna.

Helstu verkefni forstöðumanns eru:

-          Stýra faglegu starfi í frístundaheimili og félagsmiðstöð

-          Umsjón með daglegum rekstri og innkaupum

-          Skipulagning starfsins í samráði við börn og starfsfólk

-          Samskipti og samstarf

-          Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn

-          Umsjón með starfsmannamálum

Menntunar og hæfniskröfur

-          Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

-          Hæfni í mannlegum samskiptum

-          Reynsla af starfi með börnum

-          Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

-          Áhugi á frístunda- og félagsstarfi

-          Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi frístundar og félagsmiðstöðvar

-          Góð íslenskukunnátta

Hreint sakarvottorð í samræmi við barnaverndarlög

Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst til að hefja undirbúning og stefnumótun næsta skólaárs.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 30. júní 2017. Umsóknum skal skilað á tölvupósti á netfangið kjartan@nordurthing.is
Ferilskrá skal fylgja umsókn.
Allar frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings, Kjartan Páll Þórarinsson í síma 464-6106