Fara í efni

Deildarstjóri leikskóla og leikskólakennarar óskast til starfa við leikskóladeildir Öxarfjarðarskóla

Öxarfjarðarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli með alls um 50 nemendur, þar af 22 nemendur á leikskólaaldri. 
Leikskóladeildir skólans eru bæði í Lundi og á Kópaskeri og áætlað er að opnað deildina á Kópaskeri í haus. Störfin henta hvaða kyni sem er.
Uppeldisstefna Öxarfjarðarskóla er Jákvæður agi. Aðrar áherslur leikskólans eru m.a. læsi, útikennsla og leikur. Starfað er eftir skólanámskrá og deildarnámskrá leikskóladeilda Öxarfjarðarskóla.

Auglýst er eftir: 
• Deildarstjóra í 100% stöðu sem leiðir faglegt starf deildarinnar á Kópaskeri
• Leikskólakennara í 100% stöðu til starfa á deildinni á Kópaskeri
• Leikskólakennara til afleysinga í 100% stöðu með starfsstöðvar á Kópaskeri og í Lundi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
• Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum ungra barna æskileg
• Áhugi á fræðslu barna og velferð þeirra
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Stundvísi og reglusemi
• Hreint sakavottorð
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
 
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. 
Umsóknir skulu sendar til skólastjóra Öxarfjarðarskóla á netfangið hrund@nordurthing.is  
Mikilvægt er að ferilskrá og meðmælendur fylgi með umsóknum. 

Umsóknarfrestur er til og með 25.maí 2022. 

Allar frekari upplýsingar veitir Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri í síma 465-2246 eða á netfangið hrund@nordurthing.is