Fara í efni

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi leiðtoga í starf forstöðumanns í félagsstarfi aldraðra

Forstöðumaður félagsstarfs aldraðra
Hreyfing, sköpun, fræðsla og lífsgleði

Félagsþjónusta Norðurþings auglýsir eftir öflugum og skapandi leiðtoga  í starf forstöðumanns. Um er að ræða 50% starf á heilsársgrundvelli.

Um nýtt starf er að ræða sem krefst stefnumótunar og frumkvæðis. Félag eldri borgara hefur verið með öflugt félagsstaf og mun félagsstarfið á vegum Norðurþings vera í samstarfi við félagið.

Markmið félagsstarfsins er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fræðslu, hreyfingu og námskeiða. Félagsstarfið skal stuðla að samskiptum og veita félagsskap. Meðal annars verður boðið upp á mat í hádeginu og kaffi.

Félagsstarfið er starfrækt í húsnæði eldri borgara í Hlyn á Húsavík.  

Mikilvægt er að leggja góðan grunn að stefnumótun og skipulagi að öflugu félagsstarfi fyrir eldri borgara með velferð og vellíðan að leiðarljósi. Einnig að vinna að gæðaviðmiðum á félagsstarfi aldraðra á landsvísu. Nýr forstöðumaður mun taka þátt í þeirri vinnu ásamt öðrum hluteigandi aðilum.

Lykilorð félagsstarfs eru ; Hreyfing, sköpun, fræðsla og lífsgleði.

Helstu verkefni forstöðumanns eru:

-          Stýra faglegu starfi félagsstarfs og félagsmiðstöð

-          Umsjón með daglegum rekstri og innkaupum

-          Skipulagning starfsins í samráði við eldri borgara

-          Samskipti og samstarf

-          Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn

Menntunar og hæfniskröfur

-          Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg

-          Hæfni í mannlegum samskiptum

-          Reynsla af starfi með öldruðum

-          Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

-          Áhugi á frístunda- og félagsstarfi

-          Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi frístundar og félagsmiðstöðvar

-          Góð íslenskukunnátta

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Umsóknarfrestur er til 5. september 2019

Umsóknum skal skilað á tölvupósti á netfangið hrodny@nordurthing.is
Ferilskrá skal fylgja umsókn.
Allar frekari upplýsingar veitir Félagsmálastjóri Norðurþings, Hróðný Lund 464-6100