Framtíðarstarf fulltrúa í launavinnslu og bókhaldi

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust framtíðarstarf fulltrúa á fjármála- og bókhaldssviði. Um er að ræða 100% stöðu og eru launakjör samkvæmt kjarasamningi stéttarfélags viðkomandi og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst og eru öll kyn hvött til þess að sækja um starfið.

 

Helstu verkefni fulltrúa verða:

 • Skráning launa í launakerfi, bókun launa og launatengdra gjalda ásamt skilum á gögnum til lífeyrissjóða, stéttarfélaga og skattayfirvalda
 • Utanumhald um viðveruskráningu og skil á vinnuskýrslum frá starfsstöðvum
 • Utanumhald um ráðningasamninga og starfslýsingar
 • Umsjón með öllu er viðkemur réttindum og skyldum starfsmanna sveitarfélagsins samkvæmt lögum og kjarasamningum
 • Vinna við jafnlaunavottunarkerfi
 • Ýmis verkefni tengd bókhaldi og fjármálum
 • Aðstoð og upplýsingagjöf við stjórnendur sviða og stofnana sveitarfélagsins

Starfslýsingin getur tekið breytingum á síðari stigum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi, að lágmarki stúdentspróf, háskólamenntun er kostur
 • Reynsla af launavinnslu er nauðsynleg
 • Þekking á kjarasasamningum er nauðsynleg
 • Þekking á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna sveitarfélaga er kostur
 • Þekking á viðverukerfum og launa- og bókhaldskerfi Navision er kostur
 • Talnagleggni, nákvæmni og sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Þjónustulund, jákvæðni og rík ábyrgðarkennd

 

Umsóknarfrestur er til og með 16. maí 2021. Umsækjendur skulu senda umsóknir á Drífu Valdimarsdóttur fjármálastjóra Norðurþings (drifa@nordurthing.is) sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið í tölvupósti eða síma 464 6100. Umsókn skal innihalda starfsferlisskrá ásamt stuttu kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar.