Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings

                                            

 

Lausar kennarastöður við grunnskóla Norðurþings:

 

Öxarfjarðarskóli  -  er heildstæður samrekinn leik- og grunnskóli með um alls 40 nemendur.  
Við leitum eftir smíðakennara  og íslenskukennara á unglingastig sem er tilbúinn að taka þátt í þróun skólastarfs með öðrum starfsmönnum skólans. Við erum að innleiða uppeldisstefnuna Jákvæður agi.

Við leggjum áherslu á fjölbreytta og sveigjanlega kennsluhætti, samvinnu og vellíðan starfsfólks og nemenda.
Meðal kennslugreina eru: smíðar, íslensk og almenn bekkjarkennsla. þekking á Byrjendalæsi og Læsi til náms er mikilvæg.

Frekari upplýsingar veitir Guðrún S. Kristjánsdóttir skólastjóri.

Sími 4652246/8925226  e-mail  gudrunsk@oxarfjardarskoli.is

Umsóknarfrestur er til 31. maí 2017

 

 

Grunnskóli Raufarhafnar - er samrekinn grunn- og leikskóli með alls um 15 nemendur þar sem verið er að innleiða uppeldisstefnuna  Jákvæður  agi. Skólinn nýtur mikils stuðnings frá samfélaginu og leggjum við áherslu á samvinnu, sveigjanleika sem og jákvæðni. Skólinn er í samvinnu við Rif rannsóknarstöð þar sem unnið er að ýmsum verkefnum tengdum náttúrunni.

Við leitum að áhugasömum, fjölhæfum og jákvæðum kennara í bekkjarkennslu á yngsta og unglingastigi.  Þekking á Byrjendalæsi er mikilvæg.

 Frekari upplýsingar veitir Birna Björnsdóttir skólastjóri í síma 464-9870 og 893-4698 og á  netfangið birna@raufarhafnarskoli.is.    

Umsóknarfrestur er til 20. maí 2017