Laust starf í íþróttamiðstöð Raufarhafnar

Íþróttamiðstöðin á Raufarhöfn

Óskað er eftir starfsmanni í hlutastarf í Íþróttamiðstöðina á Raufarhöfn. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. 
Umsækjendur þurfa að sækja námskeið í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund og baðstöðum.

Í starfinu felst m.a:

·         Öryggisvarsla við sundlaug og sundlaugarsvæði.

·         Klefavarsla/baðvarsla/gangavarsla/ rýmisvarsla.

·         Afgreiðsla og önnur þjónusta við gesti.

·         Þrif

·         Afgreiðsla á tjaldsvæði (sumar)

 

Hæfniskröfur:

·         Góð samskiptahæfni

·         Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Tölvukunnátta

·         Hreint sakavottorð

Nánari upplýsingar veitir:

 

Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings
kjartan@nordurthing.is 
464-6100