Laus sumarstörf í félagsþjónustu Norðurþings 2021

Pálsgarður á Húsavík - mynd/Norðurþing
Pálsgarður á Húsavík - mynd/Norðurþing

Sumarstörf í félagsþjónustu Norðurþings 2021

Hæfingarstöð – Miðjan, sambýlið Pálsgarður og skammtímadvöl – Sólbrekka 28

Leitað er eftir áhugasömum, jákvæðum og liprum  einstaklingum til sumarafleysinga. Viðkomandi þarf að vera 20 ára eða eldri. Um er að ræða störf við afleysingar frá og með maí en þó að mestu í júní – ágúst. September gæti staðið til boða.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um störf gefur Marzenna - forstöðumaður í búsetumálum fatlaðra – marzenna@nordurthing.is eða í síma 464-6100.