Norðurþing óskar eftir starfsfólki á skíðasvæði

Óskað er eftir lyftuvörðum og almennum starfsmönnum á skíðasvæðið á Húsavík.
Um er að ræða hlutastörf, starfshlutfall eftir samkomulagi. 

Vinnutími er að mestu leyti frá 15-19 þriðjudaga – föstudaga og frá 12.30 – 17.30 um helgar. 
Um er að ræða skammtímaráðningar til 1.maí 2022 og þurfa umsækjendur að geta hafið störf sem fyrst.

Starfslýsingu og hæfniskröfur má sjá á auglýsingu hér til hliðar.

Umsækjendur fylla út rafrænt skráningarform sem finna má hér. 

 

Nánari upplýsingar má fá með að hafa samband við Kjartan Pál Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings í síma 464 – 6100 eða með því að senda tölvupóst á netfangið kjartan@nordurthing.is