Spennandi sumarstörf í boði fyrir námsmenn

Norðurþing auglýsir níu spennandi störf til umsóknar fyrir námsmenn. Störfin eru í samstarfi við Vinnumálastofnun vegna atvinnuátaks. Störfin sem eru laus til umsóknar eru eftirfarandi;

Til að geta sótt um þessi störf er skilyrði að umsækjandi sé 18 ára eða eldri og skráður í nám á haustönn 2021 eða hafi verið í námi á vorönn 2021. Skila þarf inn skriflegri staðfestingu þess efnis rafrænt með umsókn.

Starfstími er 2,5 mánuðir. Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á vefsíðu Norðurþings.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags viðkomandi.

Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.

Sótt er um hér og tiltaka þarf hvaða starf viðkomandi er að sækja um í dálknum; Starf sem sótt er um.

 

Fjármáladeild, skönnun launagagna.
Starfið felur í sér að færa starfsmannagögn og önnur gögn á launadeild yfir á rafrænt form inn í skjalakerfi Norðurþings, skráningavinna og almenn skrifstofustörf.

Helstu verkefni:

-          Skönnun gagna, merkingar og flokkun

-          Skráningarvinna

-          Almenn skrifstofustörf


Hæfniskröfur:

-          Góð tölvukunnátta er nauðsynleg.

-          Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg.

-          Nákvæmni og áreiðanleiki er skilyrði.

-          Jákvætt hugarfar og lipurð í samskiptum.

 

Starfstöð er í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitir Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri, í síma 464-6100 eða á netfangið drifa@nordurthing.is

 

Stjórnsýsludeild, þýðing skjala.
Starfið felur í sér þýðingu texta af íslensku yfir á ensku. Um er að ræða umsóknir, eyðublöð, reglur og samþykktir. Um er að ræða tvö störf.

Helstu verkefni:

-          Þýðing texta í ýmsmum opinberum skjölum sveitarfélagsins af íslensku yfir á ensku.

-          Lagfæringar á íslenskum texta ef við á.

 

Hæfniskröfur:

-          Góð íslensku- og enskukunnátta er nauðsynleg.

-          Stúdentspróf er kostur.

-          Nákvæmni og áreiðanleiki er skilyrði.

-          Góð almenn tölvukunnátta. 

 

Starfstöð getur verið í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík, Kópaskeri eða Raufarhöfn.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitir Berglind Jóna Þorláksdóttir, skrifstofustjóri, í síma 464-6100 eða á netfangið jona@nordurthing.is 

 

Jarðskjálftaverkefni.
Starfið er unnið í samstarfi við Benedikt Halldórsson hjá Háskóla Íslands og Þekkingarnet þingeyinga. Starfið felur í séreftirlit, umsýslu og viðhald þéttriðins nets af hröðunarmælum til jarðskjálftamælinga á Húsavík.

Helstu verkefni:

-          Vitja allra mælistaða í bænum, greina núverandi stöðu þeirra, ástands mælitækja og annars búnaðar, tilgreina nauðsynlegar umbætur, taka mælitæki í hús til viðhalds, skipta um rafgeyma ef þarf, endurstilla hugbúnað, hala niður mæligögnum, setja mælitækin aftur upp á vettvangi og ganga úr skugga um að full virkni sé trygg með fjareftirliti á öðrum tímum. Starfsmaður mun fá þjálfun í og öðlast færni í meðhöndlun jarðskjálftamæla, umsýslu og greiningu jarðskjálftamæligagna.

-          Framkvæma könnun á grundun eldri bygginga á Húsavík og burðarvirkjum þeirra. Könnunin fer fram með skoðun ytra byrðis húsa og viðtölum við íbúa og framkvæmdaraðila á svæðinu.

-          Tilgangurinn er að kortleggja betur eiginleika mannvirkja og undirlag þeirra til þess að fá betri sýn á mótstöðu þeirra gegn álagi í hugsanlegum jarðskjálftum. Þessi vinna liggur til grundvallar því að skapa mikilvægar mælingar á áhrifum jarðskjálfta í þéttbýli á jarðskjálftasvæði. Slíkar mælingar eru forsenda jarðskjálftahönnunar mannvirkja á Íslandi.

-          Eldri mannvirki eru auðsæranlegust fyrir sterkum jarðskjálftahreyfingum og því fylla mælingarnar og könnun grundunar eldri mannvirkja í mikilvæga eyðu sem er á slíkum upplýsingum í byggð, sér í lagi á Húsavík.

-          Mælingarnar nýtast til kortlagningar mismunandi jarðskjálftahreyfinga á Húsavík og upplýsingar um mannvirki og grundun þeirra nýtast síðan til nákvæmara mats á mismunandi jarðskjálftaáhættu á Húsavík.

Hæfniskröfur:

-          Starfið hentar einkum nemanda í grunn- eða framhaldsnámi í Háskóla og með áhuga á jarðskjálftum og áhrifum þeirra á mannvirki og samfélagið.

-          Starfið höfðar sérstaklega til þeirra sem leggja stund á nám í jarðfræði, jarðeðlisfræði, eða byggingarverkfræði.

-          Reynsla er kostur, æskilegir eiginleikar eru útsjónarsemi, verklag tæknilega sinnaður.

-          Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynleg.

 

Starfstöð er á Þekkingarsetrinu á Húsavík. Námsmaður þarf að hafa tölvu til umráða.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitirHelena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri á rannsóknasviði Þekkingarnets Þingeyinga í síma 464-5206 eða á netfangið helena@hac.is

 

 

 

Skráning gönguleiða í Norðurþingi

Um er að ræða þrjú störf. Hvert starf felur í sér kortlagningu og skráningu á gönguleiðum í sveitarfélaginu. Störfin eru unnin í samstarfi við Þekkingarnet þingeyinga.

Helstu verkefni:

-          Kortlagning gönguleiða í þéttbýlisstöðum og nágrenni í sveitarfélaginu Norðurþingi.

-          Nemandi þarf að ganga eða hjóla leiðirnar og merkja hnit í gagnagrunn.

-          Nemandinn þarf að taka myndir og afla frekari gagna um gönguleiðirnar.

Nemendinn undirbýr myndir, texta á íslensku og ensku og hnitsettar leiðir til birtingar á vefsíðu.

Hæfniskröfur:

-          Ökupróf.

-          Nákvæmni og áreiðanleiki er skilyrði.

-          Góð almenn tölvukunnátta.

-          Góð færni í íslensku og ensku. 

-          Þekking á svæðinu er kostur.

-          Sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Starfið hentar vel námsmönnum sem hafa gaman af hreyfingu og útivist.

Starfstöð getur verið á starfstöðbum Þekkingarnets Þingeyinga á Húsavík, Kópaskeri og Raufarhöfn. Námsmaður þarf að hafa tölvu til umráða.

Nánari upplýsingar um þessi störf veitirLilja Berglind Rögnvaldsdóttir, verkefnastjóri á rannsóknasviði Þekkingarnets Þingeyinga í síma 464-5100 eða á netfangið lilja@hac.is.   

100 ár afmæli Völsungs – hlaðvarp

Starfið er unnið í samstarfi við Íþróttafélagið Völsung og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefnið gengur út á að útbúa hlaðvarpsþætti sem varpa ljósi á sögu Íþróttafélagsins Völsungs sem brátt mun fagna 100 ára afmæli sínu. Sérstök áhersla verður á fyrstu áratugina í starfi félagsins, sem og titla og met og hlutverk sjálfboðaliða í starfinu. Þættirnir eru að mestu unnir úr upptökum af viðtölum sem þegar eru til en einnig þarf námsmaður að taka nokkur viðtöl.

Helstu verkefni:

-          Taka viðtöl við nokkra eldri Völsunga.

-          Klippa saman viðtöl sem til eru ásamt nýjum viðtölum í nokkra þemaskipta þætti tengda sögu Völsungs og búa til útgáfu á helstu streymisveitum. 

 

Hæfniskröfur:

-          Góð samskiptafærni.

-          Góð tölvukunnátta.

-          Góð færni í íslensku. 

-          Sjálfstæði í vinnubrögðum.

 

Starfstöð er á Þekkingarsetrinu á Húsavík. Námsmaður þarf að hafa tölvu til umráða.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitirLilja Berglind Rögnvaldsdóttir, verkefnastjóri á rannsóknasviði Þekkingarnets Þingeyinga í síma 464-5100 eða á netfangið lilja@hac.is.   

 

Þýðing á smáforritinu Visit Húsavík

Starfið er unnið í samstarfi við Húsavíkurstofu og Þekkingarnet Þingeyinga. Verkefnið gengur út á að vinna að þýðingu á smáforritinu Visit Húsavík af ensku yfir á íslensku.

Helstu verkefni:

-          Þýða enskan texta smáforritsins yfir á íslensku.

-          Uppfæra upplýsingar í appinu, bæði á íslensku og ensku.

 

Hæfniskröfur:

-          Góð samskiptafærni.

-          Góð tölvukunnátta.

-          Góð færni í íslensku og ensku. 

-          Sjálfstæði í vinnubrögðum.

-          Grunnþekking á JavaScript.

 

Starfstöð er á Þekkingarsetrinu á Húsavík. Námsmaður þarf að hafa tölvu til umráða.

Nánari upplýsingar um þetta starf veitirLilja Berglind Rögnvaldsdóttir, verkefnastjóri á rannsóknasviði Þekkingarnets Þingeyinga í síma 464-5100 eða á netfangið lilja@hac.is.