Laus störf hjá félagsþjónustu Norðurþings

Eftirtalin störf eru í boði hjá félagsþjónustu Norðurþings. 

 

STARFSMAÐUR Í ÞJÓNUSTU HEIM
Framtíðarstarf 50-100% og einnig sumarafleysingarstarf

Aðstoða og valdefla einstaklinga með sérstakar stuðningsþarfir til virkni og sjálfstæðrar búsetu. Starfið felst í að veita stuðning og umönnun þar sem þarfir einstaklinga eru hafðar að leiðarljósi. Starfsmaður vinnur skamkvæmt einstaklingsbundinni þjónustuáætlun. Þjónustunotendur eru einstaklingar með sérstakar stuðningsþarfir vegna öldrunar, fötlunar eða annarra langvarandi veikinda. Vinnutíminn er frá 8:00-16:00. 

Nánari upplýsingar veitir Fanney Hreinsdóttir  /  fanney@nordurthing.is 

 

SÓLBREKKA - ÞJÁLFUNARHEIMILI sumarafleysingarstarf

Nánari upplýsingar veitir Marzenna K. Cybulska - marzenna@nordurthing.is

 

STARFSMAÐUR Á SAMBÝLIÐ PÁLSGARÐ
Framtíðarstarf 50-100 % og einnig sumarafleysingarstarf

Markmið starfsins: Góð umönnun, virðing og vinsemd. Fylgjast með andlegri og líkamlegri líðan íbúa.Veita íbúum félagslegan stuðning og aðstoð við almenn störf á heimilum íbúa svo sem þrif og matseld. Stuðningur til sjálfshjálpar, samfélagslegrar þátttöku og almennrar virkni. Þátttaka í sköpun og þróun nýrra tækifæra fyrir íbúa.
Hæfniskröfur: Áhugi á að starfa með fötluðu fólki með umhyggju og virðingu að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnkvæma virðingu, háttvísi, stundvísi og lipurð í mannlegum samskiptum. Reynsla og menntun er kostur. Umsækjendur skulu hafa náð 20 ára aldri. Vinnutími: vaktavinna

Nánari upplýsingar veitir Hilda Rós Pálsdóttir hilda@nordurthing.is 

 

STARFSMAÐUR Í MIÐJUNA HÆFINGU
Framtíðarstarf 80-100% og einnig sumarafleysingarstarf

Miðjan er til húsa á Árgötu 12 fyrir 16 ára og eldri en í Sólbrekku 28 fyrir notendur á aldrinum 6 – 16 ára.
Miðjan er hæfing og dagþjónusta sem hefur það að markmiði að efla alhliða þroska og sjálfstæði einstaklings og viðhalda og auka þá færni sem einstaklingurinn hefur náð. Jafnframt að veita vellíðan og öryggi og efla frumkvæði og koma til móts við sjálfsákvörðunarrétt. Notendur skiptast í þrjá hópa:
1. Fólk með þroskahömlun og/eða sértæka námsörðugleika.
2. Fjölfatlaðir einstaklingar.
3. Fólk með geðraskanir.
Í hæfingu og dagþjónustu er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða nálgun ásamt því að að starfa eftir áhugasviði og færni hvers og eins. Helstu verkefni eru skapandi starf, afþreying, matseld og ýmis önnur heimilisstörf ásamt hæfingu.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hauksdóttir / siggahauks@nordurthing.is

 

Liðveitendur bæði karl- og kvenkyns á aldrinum 20 ára og eldri. 

Félagsleg liðveisla aðstoðar einstaklinga við að rjúfa félagslega einangrun með því t.d. að fara á viðburði í samfélaginu, kaffihús, bíó eða annað sem þjónustuþeginn óskar eftir. Þetta er tímavinna og yfirleitt nokkrir tímar á mánuði. Fjölbreytt og skemmtileg vinna með skóla eða annarri vinnu.

Nánari upplýsingar veitir Marzenna K. Cybulska  /  marzenna@nordurthing.is

---------------------------------------------------------------------------------------

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2019
Karlar sem konur hvattir til að sækja um
Hægt er að sækja um störfin rafrænt á heimasíðu Norðuþings