Sumarstarfsmaður á tjaldsvæði Húsavíkur

Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir eftir sumarstarfsmanni til starfa á tjaldsvæði á Húsavík

Verkefnin

Um er að ræða þægilega og skemmtilega helgarvinnu við innheimtu gistináttagjalda, þrif, umhirðu og samskipti við ferðamenn á tjaldsvæðinu á Húsavík.

Hæfniskröfur

  • Viðkomandi þarf að vera jákvæður og skemmtilegur og með góða þjónustulund.
  • Samviskusemi, snyrtimennska og reglusemi er skilyrði.
  • Enskukunnátta er nauðsynleg, en önnur tungumál kostur.

 

Við hvetjum konur jafnt sem karla til þess að sækja um starfið

Umsóknarfrestur er til 1. maí.

Hægt er að sækja um rafrænt á slóðinni www.nordurthing.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod

Umsóknir skulu berast á netfangið nordurthing@nordurthing.is eða á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 464 6100  eða á

póstfangið: smari@nordurthing.is